ORKUVERIN OKKAR

Orkuverin gera fleira en framleiða raforku. Þau sjá íbúum einnig fyrir heitavatni til upphitunar og önnur not , t.d. fyrir gróðurhús, eldisstöðvar, baðstaði og í landbúnað. Ný tækni opnar möguleika fyrir fjölþætta notkun lágvarma.

KOPSVATN
REYKHOLT
EFRI-REYKIR

KÓPSVATN

Uppbygging á fyrsta orkuverinu við Kópsvatn hófst vorið 2018 og voru upphafleg afköst þess 600 kW. Byggingu lauk um haustið sama ár og sala til dreifikerfis hófst þegar í stað. Borholan við Kópsvatn sækir jarðhitavatn við 117 gráðu hita með rafknúinni dælu sem sökkt er niður. Vorið 2021 var orkuverið stækkað og geta þess aukin í 1.200 kW. Þegar jarðhitavatn hefur verið sótt til raforkuframleiðslu sér Kópsvatn hitaveitu sveitarfélagsins Flúða fyrir 85 gráðu heitu jarðhitavatni sem er notað til að hita upp heimili, gróðurhús, baðstaði og fleira.

REYKHOLT

Reykholt er annað orkuverið okkar þar sem starfsemi hófst árið 2021 með framleiðslu á 300 kW raforku. Sjálfvirka borholan við Reykholt sækir jarðhitavatn við 127 gráðu hita. Þegar jarðhitavatn hefur verið sótt til raforkuframleiðslu sér Reykholt nærliggjandi hóteli, heimilum og sveitabæjum fyrir 80 gráðu heitu jarðhitavatni.

EFRI-REYKIR

Borholan ER-23 við Efri-Reyki var tekin í notkun árið 1988 og þaðan hefur komið allt að 147 gráðu heitt jarðhitavatn. Síðan þá hefur hún séð nærliggjandi sveitabæjum og nokkur hundruðum sumarbústaða fyrir hitaveitu. Í júlí 2022 boruðum við nýja borholu, ER-24, til að auka framleiðslu og nýta jarðhita til raforkuframleiðslu og annað heitavatn fyrir hitaveitu. Búist er við því að árangur borunarinnar og prófana á flæði skili sér á fyrri helming ársins 2023.

STARFSEMI VÍÐA UM HEIMINN

Baseload Power Iceland býr að þeirri þekkingu og reynslu sem fyrirtæki Baseload Power um allan heim hafa viðað að sér. Hér má sjá verkefni þeirra.

HAFA SAMBAND

Skráðu þig í áskrift og við látum þig vita af nýjustu viðburðunum okkar.
Þar að auki færðu svör við spurningum sem liggja þér á hjarta, upplýsingar frá teyminu okkar, o.fl.

HAFA SAMBAND
menuchevron-downchevron-leftchevron-right