SAGAN

Árið 2018 hóf Baseload Capital, að leita nýrra þróunarverkefna á markaði sem byði upp á möguleika í framleiðslu varmaorku. Hugmyndin var sú að styðja þróunaraðila með þekkingu á sviði nýrrar tækni í þeim tilgangi að flýta fyrir fjármögnun og innleiðingu slíkra verkefna, ásamt því að auka verðmæti og minnka kostnað.

Sama ár var fyrirtækið Varmaorka valið sem samstarfsaðili á Íslandi, byggt á víðtækri þekkingu þeirra á þróun verkefna sem snúa að jarðhitavirkjun. Stuttu síðar hófst uppbygging fyrsta orkuversins.

Árið 2021 var Baseload Power Iceland stofnað með það að markmiði að styðja þróun og starfsemi orkuvera Varmaorku enn frekar. Þegar árið 2022 gekk í garð var ákveðið að sameina starfsemi Varmaorku við Baseload Power Iceland í þeim tilgangi að efla staðbundin tækifæri enn frekar og hagnýta styrk Baseload Capital.

Í dag eru orkuver Baseload starfrækt í fjórum löndum: Bandaríkjunum, Japan, Taívan og á Íslandi. Við erum á góðri leið með að endurskilgreina orkugeirann og vinnum hörðum höndum að því að leysa stærsta endurnýjanlega orkugjafa jarðar úr læðingi og raungera þannig hugsjón okkar um jörð í jafnvægi.

VERTU MEÐ

Ef þú hugsar eins og við viltu eflaust eiga þátt í því að breyta núverandi orkunotkun. Hins vegar eru markmið ekki það eina sem skiptir máli hér. Við erum að leitast eftir fólki sem deilir gildum okkar: þrautseigju, nýsköpunarhugsun og vilja til að verða framsæknir brautryðjendur. Ef þetta á við um þig hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

TEYMIÐ

Marta Rós Karlsdóttir

Framkvæmdastýra

Marta Rós er með meistara- og doktorsgráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún tók jafnframt hluta námsins innan orku- og umhverfisverkfræði við NTNU tækniháskólann í Þrándheimi, Noregi. Hún er reyndur stjórnandi innan orkugeirans, þá sérstaklega innan nýtingar jarðhitaauðlinda og reksturs jarðhitavirkjana. Hún hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á orkunýtni, sjálfbærnigreiningum, leyfisveitingum og stefnumótun orkumála hérlendis sem erlendis.

Hermann Baldursson

Fjármálastjóri

Hermann er með MBA gráðu frá Michigan State University og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hann gekk til liðs við Baseload kom hann að fjölda verkefna á sviði stefnumótunar og fyrirtækjaráðgjafar. Sérsvið hans var í orkugeiranum og hefur hann unnið að jarðhitaverkefnum um allan heim.

Ragnar Sær Ragnarsson

Forstöðumaður viðskiptaþróunar

Ragnar var sveitarstjóri Biskupstungnahrepps og síðar Bláskógabyggðar. Þegar Ragnar lét af störfum sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar tók hann við sem framkvæmdastjóri hjá THG Arkitektum einni fremstu hönnunarstofu Íslands.  Í framhaldi af því fór hann í eigin hótelrekstur  ásamt því að sinna þróun fasteignaverkefna. Ragnar er með kennsluréttindi en hefur einnig lokið námi í viðskiptum og rekstri auk náms í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Ívar Helgason

Rekstrarstjóri

Ívar er með diplóma í iðnrekstrarfræði og vélfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt IPMA-vottun. Hann hefur víðtæka þekkingu á orkugeiranum og byggingaverkfræði orkuvera, m.a. á Nesjavöllum, Hellisheiði og Þeistareykjum.

Hjörleifur Þór Steingrímsson

Orkuverkfræðingur

Hjörleifur er reynslumikill þegar kemur að verkefnaþróun sem sést á starfi hans innan vélaiðnaðarins. Hann er með BS-gráðu í véla- og orkutæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og var þar einnig hluti af liðinu sem tók þátt í Formula Student-keppninni. Hann er líka með meistaragráðu í sjálfbærri orkuverkfræði frá Íslenska orkuháskólanum.

Dario Ingi Di Rienzo

Jarðfræðingur

Dario er reyndur jarðfræðingur. Hann er með meistaragráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í jarðfræði frá Háskólanum í Edinborg. Hann hlaut einnig meistaragráðu í jarðvísindum frá Eni Corporate University (ECU) í Mílanó. Áður starfaði hann sem jarðfræðingur fyrir Enel Green Power í tengslum við núverandi verkefni þeirra í og í kringum Toscana-héraðið á Ítalíu.

VILTU VITA MEIRA?

Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum og viljum gjarnan segja þér nánar frá því. Ef þú býrð að aðgengi (?)
GET IN TOUCH
menuchevron-down