ÞAÐ ER KRAFTUR Í JÖRÐINNI. LEYSUM HANN ÚR LÆÐINGI.

Okkur dreymir um jörð í jafnvægi þar sem þróttmikil samfélög eru knúin áfram af endurnýjanlegri orku.

UM OKKUR

Ísland hóf að beisla jarðvarmaorku í upphafi 20. aldar en í margar aldir fram að því höfðu Íslendingar notað náttúrulegar uppsprettur jarðvarma til að baða sig og þvo þvott. Árið 1908 hófst beislun jarðvarma í þeim tilgangi að kynda heimili fólks og í dag er Ísland fremst í flokki hvað varðar framleiðslu jarðvarmaorku, en hún er 30% af heildarorkuframleiðslu landsins og 98% af kyndingu heimila og iðnaðar.

Vegna hagkvæmrar  grænnar raforku og áreiðanlegs flutningskerfis er Ísland heillandi staðsetning fyrir ýmsar atvinnugreinar, sem stuðlar að spennandi tækifærum fyrir innlenda framleiðslu.

Enn eru þónokkrir möguleikar jarðvarma ókannaðir og því er Ísland í fágætri stöðu þar sem orka er takmörkuð. Helstu orkuframleiðendum Íslands er nú kleift að bjóða upp á græna raforku á afar samkeppnishæfu verði - u.þ.b. 50% lægra verði en raforkuverð í Vestur-Evrópu.

Baseload Power miðar að því að leika lykilhlutverk í nýtingu þessara tækifæra. Með uppbyggingu vistvænna orkuvera höfum við gríðarlegt tækifæri í höndunum til að þróa ónýtta og endurnýjanlega orkugjafa.

Orkuver Baseload Power eru starfrækt með þessum hætti og bráðlega bætist hið þriðja í hópinn. Við erum einnig með samninga á Flúðum og í Ölfusi, þar sem við leitum nýrra tækifæra fyrir umframvarma til orkuframleiðslu.

POWER PLANTS

LEARN MORE

WHAT’S UP IN OUR WORLD?

Catch up on our popular seminars, find out about our latest developments, and read our favorite stories affecting the geothermal energy industry today.
In the news

Open position

Is your superpower geothermal energy? Our parent company Baseload Capital is on a mission to transform the global energy landscape, and we need someone like […]
1 2 3 10
More Insights

VERTU ÁSKRIFANDI AÐ FRÉTTABRÉFINU OKKAR

Skráðu þig í áskrift og við látum þig vita af nýjustu fréttum frá okkur.
Þar að auki færðu svör við spurningum sem liggja þér á hjarta.
Submit
menuchevron-down