Marta Rós Karlsdóttir ráðin framkvæmdastýra hjá Baseload Power á Íslandi

nóv 27,2023

Marta Rós ber ábyrgð á forystu og þróun Baseload Power á Íslandi og mun gegna lykilhlutverki við þróun jarðvarmaverkefna sem nýta lághita til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.

Marta Rós er með doktorsgráðu og MSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, með hluta námsins við Norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) á sviði orku- og umhverfisverkfræði.

Hún hefur víðtæka reynslu innan orkumála á Íslandi með áherslu á jarðvarmavirkjanir, sjálfbæra auðlindanýtingu, bætta orkunýtni, stjórnsýslu og stefnumótun.

Áður en hún hóf störf hjá Baseload þann 1. október s.l. gegndi hún stjórnunarstörfum hjá Orkustofnun og Orku náttúrunnar, auk sjálfbærniráðgjöf hjá Verkís verkfræðistofu. Hún sinnir jafnframt stundarkennslu og tekur þátt í rannsóknarstarfi við Háskóla Íslands.

“Ísland gegnir lykilhlutverki í þróun jarðhitanýtingar á heimsvísu. Baseload Power á Íslandi hefur þá sérstöðu að vinna að minni og meðalstórum jarðhitaverkefnum sem hafa það markmið að framleiða raforku og heitt vatn úr sjóðandi lághitaauðlindum á hagkvæman máta, nærsamfélögum til heilla. Slík verkefni eru jafnframt raunhæf víða um heim. Á alþjóðavettvangi starfar Baseload samstæðan að því að hraða þróun jarðhitanýtingar og vinnur nú að verkefnum í Japan, Bandaríkjunum og Taívan ásamt Íslandi. Ég er afar spennt að vinna með framúrskarandi fagfólki, bæði hérlendis sem erlendis, og byggja upp íslensk verkefni sem og koma okkar reynslu og þekkingu á sviði jarðhitanýtingar enn frekar í not erlendis."  segir Marta Rós.

RELATED POSTS

Open position

Is your superpower geothermal energy? Our parent company Baseload Capital is on a mission to transform the global energy landscape, and we need someone like […]

We are hiring

Við erum að leita að metnaðarfullri og drífandi manneskju til að sjá um verkefnastýringu auðlinda á Íslandi. Verkefnin snúa að nýtingu sjóðandi lághitaauðlinda […]

ÍVAR: ALWAYS FINDING THE BEST WAY FORWARD 

Meet Ívar Helgason, Baseload Power Iceland’s Operations Manager. A diverse job that takes solution-minded thinking and a range of technical and communications skills.  […]
menuchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram